Basko ehf. kaupir 50% eignarhlut í Eldum rétt ehf.

By December 18, 2017 Uncategorized

Basko ehf., hefur undirritað kaupsamning um kaup á 50% hlutafjár í Eldum rétt ehf.  Seljendur eru félög í eigu Kristófers Júlíusar Leifssonar og Vals Hermannssonar, stofnenda Eldum rétt.  Kristófer og Valur munu áfram starfa sem framkvæmdastjórar félagsins.  Viðskiptavinir Eldum rétt geta fengið sent til sín, eða sótt, hráefni og uppskriftir að  hollum máltíðum fyrir heimilið.  Í viku hverri koma nýjar uppskriftir inn á vefinn eldumrett.is.  Í boði eru nokkrar tegundir af matarpökkum og mismunandi stærðir.  Markmið Eldum rétt er að stuðla að heilbrigðara líferni og draga úr matarsóun.